Filippínskt andrúm í hádeginu
Undirbúningur hádegisverðar hófst snemma í morgun, en í hádegismat verður ofnbökuð fyllt svínasíða að hætti Filippseyinga. Reyndar hófst undirbúningur í gær því að síðan varð að liggja í sérútbúnum kryddolíulegi til þess að innbyrða hunangsangan suðlægari breiddargráða. Inn í síðuna er svo lagður graslaukur, vorlaukur, hvítlaukur, sítrónugras og svo kryddað með oregano og timian.

Síðan saumuð saman af dugmiklum félögum og starfsfólki.