Fjallaferð með fjallgeitum og jómfrúarjass
Fjör er framundan í félagslegri dagskrá. Fimmtudaginn 7. júlí verður farið útfyrir bæinn og stikað upp á eitt gott fjall að skoða fjallasýn. Nánar auglýst á moergun þar sem ákvörðun um fjall verður tekin á húsfundi í dag. Svo má ekki gleyma jómfúm þessa lands sem fóstrað hafa margt fallegt og áhrifaríkt í þessum heimi. Meðal annars er ein jómfrú í Lækjargtötu, þar sem við ætlum að hittast laugardaginn 9. júlí að hlusta á jass og snæða góðar veitingar. En fjallaútsýnisfólk mæti á fundinn í dag til að ákveða hvert fjall skal lagt að velli. Fjöll sem nefnd hafa verið eru ma. Esjan, Úlfarsvell og Öskjuhlíð.

Öskjuhlíð úr drónsýn