Flott opið hús í Bataskólanum
Nemendur og starfsfók Bataskólans buðu til opins húss og í vöfflukaffis í gær þriðjudag 27. febrúar. Einkar ánægjulegt framtak og gaman að sjá hversu skólinn fer vel af stað og hefur skapað gefandi og frjótt umhverfi nemendum sínum. Skólinn var settur í fyrsta sinn í september á síðasta ári og komust færri að en vildu, en vilji er til að taka á móti öllum þeim sem sækja um skólavist í framtíðinni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skólans: www.bataskoli.is

Þorsteinn Guðmundsson annar tveggja verkefnastjóri Bataskólans ásamt góðum gesti á opna húsinu.

Fr.v. Þórður í Dvöl Anna Gunnhildur framkv.stjóri Geðhjálpar, og formaður framkv.stjórnar Bataskólans, Elín Ebba framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs og Þórunn Ósk framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis.

Áhugasamir hlýða á Þorstein Guðmudsson annan verkefnastjóra Bataskólans segja frá skóanum, en eins og glöggir sjá er Þorsteinn ekki á myndinni.