Forseti Íslands hrífst af hugmyndafræðinni
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kom í heimsókn í Geysi í dag 13. október. Tilefnið var opið hús í Geysi vegna alþjóðlegs geðheilbrigðisdags. Guðni hitti félaga, starfsfólk og stjórnarmenn og ræddu áherslur í geðheilbrigðismálum og hið mikilvæga hlutverk Klúbbsins Geysis í þeirri mynd. Guðni hefur afskaplega þægilega nærveru og var mjög áhugasamur um starf Geysis og það góða starf sem unnið er í klúbbnum. Að lokinni kynningu og skoðunarferð um húsið þáði Guðni kaffi og súkkulaðiköku með rjóma. Félagar, starfsfólk og stjórn þakka forsetanum þann mikla heiður sem hann sýndi klúbbnum með heimsókn sinni, með von um gifturíkan feril í embætti og frekari heimsóknir hans í Geysi.

Forsetinn ræðir við stjórnarmenn og félaga.