Förum á Mandi á fimmtudaginn 17. okt
Félagar ætla að fara út að snæða á Mandi fimmtudaginn 17. október. Mandi er mjög vegsamaður sýrlenskur veitingastaður sem okkur langar að tékka á og sanngjarn í verði. Leggjum af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 16.00 eða hittumst á staðnum sem er í Faxafeni 9.