Fountain House

Upphaf klúbbhúsanna

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

CI – Alþjóðasamtök klúbbhúsa 
Árið 1994 var alþjóðleg miðstöð fyrir klúbbhúsin stofnuð. Markmiðið var að samræma klúbbhúsin, efla vöxt þeirra og gæði starfseminnar. Í dag eru um 320 klúbbar starfandi í 33 löndum og félagar um 100.000.  Árið 2014 voru 78 klúbbhús starfrækt í Evrópu og eru norðurlandaþjóðirnar öflugar í starfi klúbbhúsa innan Evrópu.   Nýlega tók til starfa fyrsta klúbbhúsið í Færeyjum og hefur Klúbburinn Geysir mikinn áhuga á eiga gott samstarf við frændur okkar í Færeyjum.

Tenglar á alþjóðasamtök klúbbhúsa14849_313963248704170_993555324_n

Clubhouse International
Clubhouse Europe