Frábær stemning í RVK-maraþoni Íslandsbanka
Félagar í Klúbbnum Geysi tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, eins og reyndar undanfarin ár. Félagar tóku þátt í 10km hlaupinu og 3km skemmtiskokkinu sem reyndar var stytt í 2km skokk. Ástæður þeirrar styttingar eru ekki kunnar þegar þetta er ritað, en það er aukaatriði í þessu samhengi. Gleðin og ánægjan var í fyrirrúmi og markmiðið að gera sitt besta. Það gekk eftir og allir komu heilir og óskaddaðir í mark. Ekki spillti frábært veður fyrir þátttökugleðinni. Rétt er að þakka þeim sem tóku þátt í áheitadagskránni og ekki síst þeim fjölmörgu sem trúðu á möguleika Geysisfélaga til þess að standa við sín markmið. Áfram KLÚBBURINN GEYSIR. Geysir er til vegna styrkleika félaganna og þeirra frábæru þátttöku til þess að auka lífsgæði og möguleika úti í samfélaginu. Verum sýnileg og saman gerum við góða hluti til að efla möguleika geðsjúkra í samfélaginu. Til hamingju með daginn.

Þátttakendur í maraþoninu: Marteinn Már, sem tók þátt í 10km hlaupinu, Tóta Helga, Helgi Halldórs, Tóta Ósk og Helena, sem tóku þátt í 2 km skemmtiskokkinu.

Þátttakendur ásamt hluta stuðnings- og hvatningarhóps.

Og fleiri stuðningsfélagar með þátttakendum.

Stutt í markið.

Marteinn Már með sinni góðu systur að loknu 10km hlaupinu.