Frábært gleðiskokk og allir heilir í mark
Þátttaka félaga í Reykjavíkurmaraþoninu 2019 gekk mjög vel. Tveir félagar fóru í 10 km hlaupið og sjö í skemmtiskokkið. Skemmst er frá því að segja að allt tókst þetta mjög vel enda gleði og jákvæðni sem dreif fólkið áfram. Auk dálítils metnaðar sem alltaf er gott að hafa í farteskinu. Allir náðu í mark og dæstu glaðir með medalíur um hálsinn. Hlauparar og skokkarar tóku þátt í áheitadagskránni fyrir Klúbbinn Geysi og eru öllum sem lögðu klúbbnum lið og hétu á hópinn þakkaður stuðningurinn. Hægt að heita á hlaupara til miðnættis í dag og rétt að hvetja þá til dáða sem langar til þess. Hægt er að fara inn á hlaupastyrkur.is til þess að heita á Styrktarfélag Kúbbsins Geysis.