Framhaldsnámskeið í heimasíðunni
Miðvikudaginn 1. október verður haldið framhaldsnámskeið í nýju heimasíðunni. Að þessu sinni verður hugað að ritstjórnarumhverfinu og farið yfir nokkur atriði sem snúa að því.
- Unnið með síður
- Unnið með valmyndir (menu)
- Unnið með Aukahluti (widgets)
- Ummæli (testimonials)
- Vefpóstur frá síðu
- Viðbætur skoðaðar
Námskeiðið byrjar stundvíslega klukkan 10.00 og verður til 12:00.
Þátttakendur eru beðnir um að finna grein í annað hvort Litla-Hver eða Gosinu sem við setjum inn á síðuna og vinnum með í framhaldinu.