Framlenging samkomubanns. Klúbburinn lokaður til mánaðamóta
Samkvæmt nýafstöðnum upplýsingafundi framvarðarsveitar almannavarna hefur verið óskað eftir framlengingu samkomubanns hjá fyrirtækjum og félagasamtökum til mánaðamóta. Í ljósi þess munu sú framlenging einnig taka til Klúbbsins Geysis. Til stóð að opna klúbbinn 14. apríl en þar sem staða COVID-19 faraldursins virðist ekki bjóða upp á slíkt mun klúbburinn verða lokaður út mánuðinn. Um nánari dagsetningu verður getið síðar. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að standa saman í að koma í veg fyrir framgang sýkingarinnar og taldi það aldrei of oft ítrekað að standa þyrfti vörð um viðkvæma hópa. Veiran virðir engin landamæri hvorki hugmyndafræðileg né þau landamæri sem skilja að lönd. Hvetjum Geysisfélaga til að virða þessi tilmæli. Samskiptaleiðir internetsins hafa verið vel nýtta við að halda uppi sambandi við félaga klúbbsins sem eru heima, en einnig skulum við ekki vanmeta notkun símans, sem hefur mikið og jákvætt gildi nú þar sem ekki eru allir félagar vel tölvulæsir.
Minnum og á handþvott, sprittun og tveggja metra bil milli manna og takmarkaðan í fjölda fólks í sama rými.

Glæsilegur handþvottur