Framundan er fjölbreytt dagskrá og eggin eru komin í hús
Fórum á fjölsótt málþing Geðhjálpar og Bergsins í morgun um geðheilbrigði ungs fólks og uppbyggingu Bergsins, Headspace, sem unnið hefur verið að síðan í haust. Mjög flott málþing sem aðstandendur eiga heiður skilinn fyrir.
Minnum á glæsilega dagskrá í Geysi eftir helgi. Melkorka Mjöll ætlar að koma á mánudaginn og dvelja hjá okkur yfir daginn til þess að kynnast starfinu og félögum. Mjög milkilvægur útvarpsfundur verður kl.10.00 á þriðjudaginn, en á hann mun mæta leynigestur sem ætlar að fræða okkur um útvarps/podcast fræði og svo mætti lengi telja. Svo verður að sjálfsögðu húsfundur 17. apríl þar sem alltaf ber margt á góma. Mættum öll og eflum klúbbinn okkar. Minnum á að þeir sem pöntuðu páskaegg til að styrkja Ferðasjóð ferðaféalgsins geta náð í þau í klúbbnum.

Anna Valdimarsdóttir stjórnarformaður Klúbbsins Geysis og Mikael Heiðarsson félagi í Geysi á málþingi Geðhjálpar og Bergsins.