Fréttastofa RÚV kom í laufabrauðsskurð í Geysi
Það kom skemmtilega á ávart þegar félagar voru við laufabrauðsútskurðinn í dag að fréttamaður ásamt kvikmyndatökumanni RÚV mættu ásvæðið. Þau tóku viðtöl við félaga og fygldu eftir ferlinu frá skurði að steikingu. Góð þátttaka var í laufabrauðsgjörningnum jólaglögg drukkið, piparkökur snæddar og létt jólalög í bakgrunni. Laufabrauðið verður svo á boðstólum á litlu jólunum klúbbsins næstkomandi laugardag.

Kristín Sigurðardóttir fréttamaður ræðir við Helga Halldórs

Kristín Sigurðardóttir fréttamaður ásamt Ingvari Hauki tökumanni á RÚV ræðir við Jan Jakub sjálfboðaliða í Geysi. Fremst má sjá Helga Halldórsson og í baksýn eru Sigurður Bjarni, Tommi og Fannar.

Frá vinstri. Ólöf Þóra Steinólfsdóttir sinnir steikingunni Kristín Sigurðardóttir fréttamaður Fannar Bergsson og Ingvar Haukur tökumaður.