Fundir

Húsfundir

SAM_3873

Frá húsfundi

Húsfundir eru haldnir á miðvikudögum
kl. 14.30 – 15.30.                                                                                   

Húsfundir eru fundir þar sem félagar og starfsfólk geta rætt mál sem tengjast klúbbnum. Allir hafa tækifæri á að fá sína rödd heyrða og hafa áhrif á klúbbinn. Húsfundir eru því mikilvægur vettvangur umræðu og skoðanaskipta innan klúbbsins. Allir félagar eru hvattir til að mæta á húsfundi!

Morgunfundir og ókeypis morgunmatur:

Morgunfundir eru haldnir kl 09.00 – 09.30. Þá er m.a. farið yfir verkefni dagsins, og það sem hæst var á baugi deginum áður, lesin viðmiðunarregla dagsins og tilkynningum komið á framfæri.

Deildarfundir:

Deildarfundir eru haldnir í hverri deild tvisvar á dag, kl. 09.30 og 13.15. Þá er farið yfir stöðu verkefna og félagar taka að sér þau störf sem liggja fyrir.