Fundur með norrænum klúbbhúsum í morgun
Í morgun 2. apríl var haldinn sameiginlegur fundur klúbbhúsa á Norðulöndum í gegnum myndsamskiptaforritið zoom. Þetta var mjög gagnlegur fundur, þar sem reifuð voru viðbrögð og aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins. Þar kom greinilega fram að klúbburinn er ekki endilega húsið eða staðurinn sem við komum saman á heldur miklu frekar þeir einstaklingar sem mynda klúbbhúsasamfélagið. Hið gangnmerka slagorð. “Við erum ekki ein” fyrstu félaga sem mótuðu hugmyndafræði klúbbhúsa sýnir sig vera enn í fullu gildi. Þó að vinnumiðaður falli niður um stund þá getum við haldið uppi samkiptum og hvatningu, auk þess að benda á leiðir og lausnir fyrir félaga sem telja sig vera komnir í öngstræti ótta og vanlíðunar. Hringt er í félaga auk þess að halda úti daglegum samskiptum við þá á facebook og halda úti heimasíðu klúbbsins. Saman erum við sterk. Í neyðartilfellum er hægt er að hringja í síma klúbbsins 551-5166 og verður hringingin þá áframsend á starfsmann.

Fremst á myndinn er Anita Brix Lambaek sem er starfsmaður Clubhouse International og sér um Evrópsk málefni klúbbhúsa.