Fyrirhugað
Fallegt veður eftir smá éljarispu um helgina, sem setti bara stuð í mannskapinn. Við fögnum hverri viku og nú er komið að því að á morgun ætlum við að sjóða svið og búa til sviðasultu fyrir Þorrablótið. Á fimmtudaginn verður svo fjör í félagslegu, því þá ætlum við að ganga í kringum Tjörnina í Reykjavík og enda síðan á Háskólatorginu og skoða gervitunglið sem þar er til sýnis og kíkja svo í Stúdentakjallarann. Alveg gervitunglamagnað dæmi. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er í gervitungl á Íslandi.