Fyrirlestur í dag – Hvernig getum við notað húmor?
Við minnum á fyrirlesturinn “Húmor” með hinni frábæru Ingrid Kuhlmann frá Þekkingarmiðlun, í dag klukkan 14.00.
Í gegnum árin hefur Ingrid komið í Klúbbinn Geysi og flutt okkur líflega fyrirlestra sem nýtast öllum, hún hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu. Hún er þekkt fyrir að flytja hnitmiðaða og skemmtilega fyrirlestra og að þessu sinni ætlar hún að fjalla um húmor.