Gaktu eins og mörgæs! -Hálkuviðvörun
Kæru félagar, við minnum ykkur á að passa ykkur í hálkunni. Svo virðist sem við Íslendingar séum ekkert sérlega klár þegar kemur að því að ganga í hálku ef marka má fjölda fólks sem þarf að sækja þjónustu bráðamóttöku.
Til gamans má lesa leiðbeiningar um hvernig best sé að ganga í hálku í frétt sem birtist á Vísi árið 2014. Úr henni má lesa að Samar og Inuitar kunni þessa list sérlega vel, galdurinn virðist sá að ganga eins og mörgæs enda kunna þær að ganga á klaka.
https://www.visir.is/g/2014140209441/laerdu-ad-ganga-i-halku