Geðhjálp marði sigur
Eftir frækilega framistöðu keppenda í popquiz Geðhjálpar og úrræða í geðheilbrigðismálum, marði Geðhjálp sigur með 22 stigum gegn 20 stigum Klúbbsins Geysis sem lenti þar af leiðandi í öðru sæti. Farandbikarinn sem verið hefur í vörslu Klúbbsins Geysis frá því í desember 2017 var látinn af hendi með gleðitárum til Geðhjálpar og er þeim hér og öllum þátttakendum þökkuð drengileg keppni. Sagt er að Klúbburinn Geysir hafi einnig lent í öðru sæti fyrir frumlegasta nafn á keppnisliði, þ.e. Geysir.

Sigurlið Geðhjálpar hampar bikarnum ásamt spyrlinum Arnari Eggert Thoroddsen lengst til vinstri.

Lið Klúbbsins Geysis