Geðmaraþon í Kringlunni
9. oktober á Geðhjálp 35 ára afmæli og þá verður boðið upp á Geðmaraþon á Blómatorgi Kringlunnar frá kl. 10:00 – 21:00. Boðið verður upp á drykki, afmælistertu og tónlistaratriði milli kl. 17.00 og 18.00. Gestum er boðið að stíga á stokk og fjalla með einum eða öðrum hætti um geðheilbrigðis-þjónustu. Þeim sem vilja stíga á stokk er bent á að skrá sig með því að hringja í 570 1700 eða senda póst á ago@gedhjalp.is. Nánar á: www.gedhjalp.is
Félagar hjartanlega velkomnir. Farið verður frá Klúbbnum Geysi kl.16:00 upp í Kringlu.