Geimfarakandidatar Geysis kynna sér utanlofthjúpsför
Í félagslegri dagskrá í gær fimmtudaginn var haldið á Háskólatorg í kaffi og skoðuð ein merkileg afurð utnalofthjúpsáhugamanna; sum sé gervihnöttur. Þótti merkilegt fyribæri en að sama skapi afskaplega lítilfjörlegt. Eða eins og Mikael orðaði það: “Þetta er eins og skókassi í yfirstærð, en merkilegt hversu mikið kemst fyrir í litlu.” Síðan var farið í kaffi og ræddir möguleikar Íslendinga á þátttöku í geimferðum framtíðarinnar og bent á að henda út borgarlínunni og fara strax í geimlínuna.

Helgi skoðar gervitunglið á Háskólatorgi. Að baki honum vinstramegin er óþekkt geimvera