Geysir á nýju ári
Nú er árið 2015 gengið í garð á snjóugum bomsum, mörgum til gleði og flestum til ánægju. Klúbburinn Geysir hefur starfið af krafti þessa fyrstu daga ársins með margvíslegum verkefnum. Símakönnunin er í fullum gangi, við ætlum að sækja um styrki vegna þjálfunar, starfsmannamatið verður í gangi næstu tvær vikur, þar sem Benni og Tóta fá að njóta mælikvarða félaga. Við ætlum einhuga að efla síðdegið hjá okkur og hvetjum félaga til þess að mæta með nýjar og góðar hugmyndir. Einnig stefnum við að hugarflugsfundi, við ætlum að undirbúa Þorrablót. Við ætlum að efla tengsl Klúbbsins við Vinnumálastofnun í framhaldi af samningi við stofnunina og efla RTR atvinnumöguleika félaga.