Geysir fagnar 21 árs afmæli og opnunartími í eðlilegt horf á ný
Klúbburinn Geysir fagnaði 21 árs afmæli 6. september síðastliðinn. Í tilefni dagsins var hrært í súkkulaðiköku og rjómi þeyttur. Gaman og góð stemning yfir góðum minningum fyrri ára. Á morgun mun opnunartími klúbbsins verða aftur með eðlilegum hætti eftir ýmsar tilfæringar á opnunartíma vegna Covid-19 veirunnar. Vonum að veirann fari nú halloka fyrir skynsemi og árvekni Íslendinga eða eins og Kári sagði “að Íslendingar væru hlýðin þjóð”. Höldum í bjartsýnina og njótum þeirra ávaxta.