Geysir opnar á ný miðvikudag 3. júní eftir covid-19
Miðvikudaginn 3. júní verður Klúbburinn Geysir opnaður á ný eftir nærri tveggja mánaða lokun vegna covid-19 faraldursins. Við höfum verið að opna klúbbinn í áföngum síðastliðnar vikur í ljósi upplýsinga og ráðlegginga almannavarna og sóttvarnayfirvalda. Það hefur gengið mjög vel og félagar mjög ánægðir með að komast í klúbbinn eftir þetta hlé. Vonumst til að ekkert komi í veg fyrir væntanlega opnun svo að starfsemin geti farið í gang á ný og félagar að njóta sín í störfum innan klúbbsins. Nánari upplýsingar verða í nýjum Litla Hver efttir helgina og rétt að minna á að í hönd fer hvítasunnuhelgin og minnt á að klúbburinn verður lokaður mánudaginn 1. júní sem er annar í hvítasunnu.