Geysisbingó laugardaginn 14. nóvember
Laugardaginn 14. nóvember næstkomandi, milli klukkan 12.00 og 16.00, verður hið geisivinsæla Geysisbingó. Bingóið er haldið til stuðnings Ferðasjóði klúbbsins. Margir glæsilegir vinningar verða í boði. Eitt spjald: 500 krónur. Þrjú spjöld: 1000 krónur. Tíu spjöld: 4000 krónur. Hvert umframspjald er á 500 krónur. Hvetjum alla til að mæta og taka með börnin, mömmur, pabba, bræður, systur, afa, ömmur,frændur og frænkur. Við hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn.