Loksins, loksins, loksins er biðin á enda!! Þann 11. júní verður Geysisdagurinn haldinn hátíðlegur frá klukkan 11:00 til 15:00. Veðurspáin er góð og hafa klúbbfélagar þegar lagst á eitt og beðið um gott veður. Á meðal dagskrárliða sem í boði verða má nefna: Haffa Haff sem mun mæta á svæðið og taka alveg örugglega nýjasta Eurovision smellinn sinn Gígja auk þess ræsa örþonið. Svo má ekki gleyma fata og fylgihluta markaðnum og hinu geysivinsæla 96m örþoni með frjálsri aðferð, og eru keppendur hvattir til að mæta í alls kyns búningum. Trúbadorinn Ingi Valur Grétarson mun svo einnig leika nokkur lög, auk þess sem veitingar verða seldar til styrktar Geysi.