Geysisfélagar í viðtali
Í morgun kom Benóný Ægisson blaðamaður hverfablaðanna; Miðborgar og Hlíða, og Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Klúbbinn Geysi til að taka viðtal í tilefni 20 ára afmælis Klúbbsins Geysis 6. september næstkomandi. Hann ræddi við Tótu, Óðinn, Aðalheiði og Benna, þar sem stiklað var á stóru um sögu klúbbsins og væntanlega afmælishátíð sem haldin verður á Hard Rock 6. september næstkomandi. Blöðin koma út 22. ágúst svo nælið ykkur í eintak, einnig er hægt að nálgast blaðið á hverfablad.is frá og með 23. ágúst næstkomandi.

Frá vinstri: Tóta Ósk, Benóný, Aðalheiður og Óðinn