Glæsileg dagskrá 10. okt. í Salnum
Dagskrá 10. október alþjóðlegs geðheilbrigðisdags var haldin í Salnum í Kópavogi í gær. Vel heppnuð og skemmtileg dagskrá sem rann vel og áreynslulaust í gegn. Verndarar dagsins eru forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson. Þau mættu að sjálfsögðu á staðinn og fluttu skemmtilega dúóræðu sem náði vel til fólks. Önnur skemmtiatriði stóðu vel fram úr hnefa og báru flytjendum sínum gott og fagurt vitni. Ekki annað að sjá og heyra en að Hafrún Kr. Sigurðardóttir formaður Alþjóða geðheilbrigðisdagsins á Íslandi hefur haldið vel á málum.

Eliza Reid og Guðni Th. verndarar Alþjóða geðheilbrigðisdagsins.

Klúbburinn Geysir kynnti starf sitt í 20 ár.