Gleðilega eftirverslunarmannahelgi
Gaman að vera kominn aftur til vinnu með nýjan forseta á Bessó. Samkvæmt heimildum félaga var helgin almennt góð og hnökralítil. Einhverjir héldu á vit útihátíða meðan aðrir héldu á Innipúkann, sem reyndar nokkrir félagar gerðu á laugardaginn og skemmtu sér vel inn í unga nóttina. Í Geysi höldum við áfram að þroska með okkur góða og skynsamlega lifnaðarhætti ef mætti bæta vor lífsgæði. Þannig náum við kannski nokkurri sátt við okkur um leið og við temjum umburðarlyndið gagnavart okkar samferðamönnum. Það hlýtur vonandi að vera farsælt að flytja í okkar lífsins ferðamal.
Þau tíðindi gerðust fyrir helgina að Jón Ársæll nokkur, kunnur af tilþrifamiklum sjónvarpsþáttum á þeim mildu nótum að hans viðmælendur opna sig í hvívetna og treysta þjóðinni fyrir því sem leynist í innstu sálarkirnum. Hann sum sé kom í Klúbbinn Geysi til þess að kynna sér starf klúbbsins og taka viðtal við félaga. Var þetta hin ljúfasta heimsókn eins og Jóni Ársæli einum er lagið. Þökkum hans viðveru.

Jón Ársæll Þórðarson ræðir við Sigurþór Bogason félaga í Geysi.