Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt Geysisár. Klúbburinn er kominn á fullt eftir jóla og áramótafrí ársins 2017 og í dag kl. 14:30 verður húsfundur þar sem boðið verður upp á kaffi og köku. Á morgun fimmtudag verður svo farið í Kringluna í félagslegri dagskrá kl. 16:00 til 18:00. Nauðsynlegt er að skrá sig vegna lágmarks þáttökufjölda sem eru 5 félagar. Vinsamlegast hafið samband þeir sem ætla með og vilja hitta okkur í Kringlunni. Það sem framundan er á næstu vikum er meðal annars, þorrablótsfundur, ferðafundur og heimsókn til forsetans.