Mjög góð og jákvæð fjölmiðlaumfjöllun
Að sjálfsögðu reyndi Klúbburinn Geysir að ná athygli og umfjöllun fjölmiðla vegna 20 ára afmælis klúbbsins á dögunum. Má segja að vel hafi verið tekið í þá viðleitni. Fjallað var um klúbbinn í Fréttablaðinu, vefsíðu Kjarnans (kjarninn.is) og Morgunblaðinu, bæði með viðtali við Þórunni Ósk Sölvadóttur framkvæmdastjóra Geysis og í ritsjórnargrein í laugardagsblaðs Morgunblaðins. Félagar, stjórn og starfsmenn þakka þær jákvæðu undirtektir og athygli sem fylgdi í tilefni þessara tímaóta.

Ritstjórnargrein Morgunblaðisins um Klúbbinn Geysi 7. september sl.