Góða veðrið í samhengi hlutanna
Veðurblíðan undanfarna daga hefur sett sitt mark á starf klúbbsins að nokkru leyti. Haldið er úti vinnumiðuðum degi og samhengi hlutanna fær að blómstra í sólinni um leið. Farið var á kaffihús í félagslegri dagskrá fimmtudaginn 23. júlí á hið nýja kaffi hús Dal við Laugarnesveg. Það er fremst frá því að segja að mjög vel tókst til með þá ferð og fjöldi félaga mætti á svæðið. Nú er helgin að bresta á og veðurhorfur bærilegar. Góða helgi og sáumst á mánudaginn.