Góðir hálsar – Jólaveislan!
Í gegnum árin hefur desembermánuður einkennst af veisluhaldi í Klúbbnum Geysi. Eftir veisluskort síðasta árs höldum við jólaveisluna okkar fimmtudaginn, 2. desember klukkan 18.00. Aðgangur seldist fljótt upp og sjáum við fram á dásamlega og fjölmenna jólastund saman.
Hafir ekki náð miða í tæka tíð er alltaf hægt halda skrá sig í hangikjötsveislu á litlu jólunum með okkur á opnu húsi laugardaginn 18. desember, en jólasveinarnir Tóta og Benni ætla að jóla yfir sig og aðra. Við ætlum að skiptast á gjöfum svo hver og einn kemur með litla gjöf sem má kosta um 1000 krónur. Skráningarblað fyrir litlu jólin hangir á töflu á annarri hæð, en það er líka hægt að skrá sig í gegnum síma. Verð er 2000 kr. Staðfestingargjald, 1000 krónur greiðist í síðasta lagi 15. desember.
Þegar svo margir sitja við borðhald þurfum við að gæta að sóttvörnum eins og annars staðar í samfélaginu. Við notum grímur ef við erum á ferðinni innanhúss, sprittum okkur og hugum að persónulegum sóttvörnum. Við hvetjum fólk til að sýna ábyrgð og taka hraðpróf áður en það kemur í jólaveisluna sem og aðra fjölmenna mannfögnuði. Þau eru gjaldfráls og hægt bóka í gegnum Heilsuveru. Einnig má taka heimapróf en þau fást í flestum matvöruverslunum og apótekum.
Hin víðfræga skötuveisla verður svo á sínum stað í hádeginu á Þorláksmessu, þann 23. desember. Boðið verður upp á saltfisk handa þeim sem ekki vilja skötu. Skráningarblað hangir á töflu annarrar hæðar, síðasti skráningardagur er 19. desember en þá þarf líka að greiða staðfestingargjald upp á 1000 krónur.