Göngum heilsusamlega inn í helgina
Nú virðist Covid vera á uppleið og hertar aðgerðir í farvatninu að hemja þann andskota. Við hvetjum félaga til að sýna varkárni, umburðarlyndi og virða fjarlægðartakmarkanir í hvívetna. Ekki kemur til neinna sérstakra takmarkana í ljósi nýrra tíðinda eins og staðan er, en hvetjum félaga til að virða og njóta sín í eigin sóttvörnum. Góða helgi.