Guðni forseti kom tvisvar
Geysisdagurinn var haldinn hátíðlegur sl. laugardag 10. júní. Mikið fjör og mikið gaman og rennerí af fólki allan daginn. Guðni Th. forseti Íslands kom og ræsti ÖRÞONIÐ og tók þátt í því við mikla hrifningu viðstaddra, síðan kaffi. Eftir að hafa lokið hinni opnberu heimsókn hvarf hann til annarra starfa, en lofaði að koma aftur sem hann og gerði ásamt börnum sínum. Hvað um það var mikil og góð stemning allan daginn í ágætu veðri, þó ekki sæist mikið til sólar.

Guðni kemur í markið ásamt Ólöfu Þóru og Sigrúnu

Tóta tekur á móti forsetanum