Gummi Ben sló í gegn
Síðasta fótboltanámskeið vetrarins var haldið í gær þriðjudag 8. níovember. Það heppnaðist mjög vel. Fjöldi fólks beið í ofvæni eftir leynigestinum, sem reyndist vera Gummi sjálfur Ben, hinn heimsfrægi knattspyrnulýsari, sem hreif þjóðina með sér á EM í sumar með svo eftirminnilegurm hætti. Gummi sagði frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið í heimi knattspyrnunnar, sem lýsari, leikmaður og þjálfari. Síðan svaraði hann spurningum um hin aðskildustu efni er varða knattspyrnu og umgjörð hennar. Við þökkum Gumma kærlega fyrir að gleðja okkur þessa dagstund og óskum honum alls hins besta.

Gummi ásamt nokkrum þeirra sem hlýddu á frásögn hans.