Hætt við ferð til Stokkseyrar
Ekki verður farið í strætóferð til Stokkseyrar í dag fimmtudag 24. ágúst vegna þáttökuleysis.
En félagsleg dagskrá verður samt farin í dag. Ákveðið hefur verið að fara í heimsókn í Gröndalshúsið sem er ný menningarperla í grjótaþorðinu. Við ætlum að kynna okkur sögu Gröndals og Reykjavíkur um aldamótin 1900 í þessu einstaka skáldahúsi í hjarta miðbæjarins. Lagt verður af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 15:00. Frítt er fyrir aldraða og Öryrkja inn í þetta merkilega hús.