Hátíðarsetmning í Geysi
Í dag heldur Klúbburinn Geysir upp á 18 ára afmæli sitt. Það verður boðið upp á hátíðarmáltíð í hádeginu og síðar um daginn verður boðið upp á afmælisköku. Félagar hafa verið að spá hvort ekki þyrfti að gefa afmælisgjöf. Besta afmælisgjöf sem félagar gætu nú gefið klúbbnum væri að mæta og hjálpa til við undirbúninginn og ekki síður við að ganga frá í lok dagsins. Til hamingju með daginn félagar, starfsfólk og stjórn.

Vonum að félagar mæti til að taka þátt í vinnumiðuðum degi og fagna með félögum sínum.