Heilbrigðisráðherra fagnar samstarfi við geðúrræðin
Samráðsvettvangur geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu átti fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þriðjudaginn 15. maí. Á fundinum kynnti hópurinn hugmyndir sínar um samstarf í þágu einstaklingsbundinnar, þverfaglegrar og samfelldrar þjónustu við fólk með geðrænan vanda. Í hópnum sitja fulltrúar Dvalar í Kópavogi, Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands, Hlutverkaseturs, Handarinnar, Klúbbsins Geysis, Lækjar í Hafnarfirði og Vinjar í Reykjavík.
Sjá nánar Hér

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra