Heillandi Hellisgerði
Við viljum minna á ferðina í Hellisgerði í Hafnarfirði á morgun, fimmtudaginn 3 febrúar. Tóta mun sjá um félagslegan dag á morgun og leiðir ferðina í almenningsgarðinum Hellisgerði. Lagt verður af stað frá Klúbbnum klukkan 16:00. Hvetjum félaga til að mæta og njóta náttúrunnar og ljósadýrðarinnar áður en jólaljósin verða tekin niður.