Heilsufundir hefjast á ný
Þiðjudaginn 5. september næstkomandi fara af stað heilsufundirnir hjá okkur hér í klúbbnum. Á þessa fundi eru allir velkomnir sem áhuga hafa á góðri heilsu og vellíðan. Helena kemur til með að stýra þessum fundum eins og hún hefur ger undanfarin ár með góðum árangri. Fundirnir verða haldnir í setustofuni á annari hæð klukkan 10:00, annan hvern þriðjudag. Þennan veturinn ætlum við að smakka og skoða það nýjasta í heilsugeyranum af og til.