Heilsuhópurinn hittist á morgun 9. október
Heilsueflingarhópurinn ætlar að hittast á morgun 9. október kl. 11.15. Klúbbnum hefur aukist starfskraftur sem mun leiða og vinna með hópnum. Hann heitir Gunnar Geir og er menntaður í íþróttafræðum og tengdum vísindum. Hér opnast ótrúlega gott tækifæri fyrir félaga sem vilja ná heildstæðum tökum á heilsu sinni og viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á heilbrigðum lífstíl að nota þetta tækifæri.