Heilsuvikan fer mjög vel af stað
Heilsuvika Geysis sem hófst á þriðjudaginn með fyrirlestri Guðna Gunnarssonar um mikilvægi þess að viðhalda góðu jafnvægi anda og efnis með því að næra þá þætti sem skila okkur sæmilega heilbrigðum fram á veginn í hugsun og verki. Heilsuvikan hélt svo áfram í morgun 13. júní þegar Unnur Pálmarsdóttir hélt lifandi fyrirlestur sem hún kallaði Geðrækt -Heilsuefling. Mjög gaman hefur verið að fá þessa frábæru gesti og hefur þátttaka á fyrirlestrunum verið mjög góð. Svo minnum við á að á morgun 14. júní kl. 14.00 Kemur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir til okkar og fræðir um lækningakraft grasa Íslands og víðar. Höldum áfram að mæta, eflum heilsu, verum frumkvöðlar og styrkjum eigin sköpunarkraft.

Hluti þátttakenda á fyrirlestri Unnar Pálmarsdóttur

Guðni fullur eldmóðs fræðir félaga í Geysi