Heimsókn vestan hafs
Í hádeginu komu tveir Bandaríkjamenn frá Gateway Clubhouse í Greenville í South Carolina. Heimsóknin heppnaðist vel og voru Morgan Cook og Nick Allgeyer einstaklega hrifin af klúbbnum okkar. Þau féllu í stafi yfir aðstöðunni í útvarpi og viðhaldsheildinni. Parið var í brúðkaupsferð og er fátt rómantískara en að kíka í Geysi í slíkum ferðum.