Heimsókn á Bessastaði
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 heimsóttu félagar í Klúbbnum Geysi Bessastaði í boði forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar. Guðni tók höfðinglega á móti hópnum. Farið var yfir nokkra helstu þætti í sögu staðarins og hlutverk Bessastaða sem aðsetur forseta lýðveldisins. Síðan var kaffi þegið og forsetakleinur og undin randalína snædd með.