Heimsókn á RÚV
Í félagslegri dagskrá fimmtudaginn 10. mars var farið í heimsókn á RÚV. Þar tók á móti okkur opnum örmum Sigrún Hermannsdóttir sem sýndi okkur allt það sem gert er í Ríkisútvarpi-sjónvarpi allra landsmanna. Þetta var fróðleg og skemmtileg ferð um undraheima RÚV sem endaði á smá viðtali í Síðdegisúrvari Rásar 2. Hlusta má á viðtalið á forsíðunni vinstramegin neðantil.