Heimsókn frá Cleveland
Chuck og Maureen frá Magnolia klúbbhúsinu í Cleveland komu í heimsókn í Geysi í dag. Þau voru í stuttu stoppi á Íslandi eftir að hafa verið á alþjóðaráðstefnu klúbbhúsa sem haldin var síðastliðna viku í Lilleström í Noregi. Við sýndum þeim klúbbhúsið og sögðum þeim frá starfseminni. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.