Heimsókn í höfuðstöðvar RÚV
Fimmtudaginn 15. marz ætlum við að bregða okkur af bæ og heimsækja höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Lagt verður af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 13:45. Enn er hægt að skrá sig í ferðina og áhugasamir félagar hvattir til þess. Klúbburinn hefur áður farið í heimsókn á RÚV, enda mikill áhugi á útvarpi og hvers kyns miðlun efnis í Klúbbnum Geysi. Sá áhugi hefur þó aldrei verið meiri og Útvarp Geysir ÚG á fullu í dagskrárgerð alla daga, bæði í töluðu og myndrænu máli. Þessi heimsókn verður ekki síðri en Bessastaðaheimsóknin hin meiri sem enn er í minnum höfð.