Hittingur vegna vorferðar
Við sem erum að fara í vorferðina til Vestmannaeyja ætlum að hittast kl. 09:45 í strætóstoppustöðinni Mjódd á sunnudag 17. maí. Við tökum strætó númer 52 til Landeyjahafnar kl. 10:00
Farið veður með Herjólfi til Vestmannaeyja kl.12:30.
Nú þurfa félagar sem eru með örorkukortið að versla sér strætómiða til að fá farið á sem hagstæðasta verði. 10 miða kostar aðra leiðina með strætó svo nauðsynlegt er að versla sér 20 miða til að komast fram og til baka með strætó.
Hér er svo listi yfir það sem gott er að taka með sér í vorferðina.