Höfum við gengið kynlífsveginn til góðs?
Áfram höldum við með dagskrá heisluvikunnar og í dag kl. 14.00 ætlar Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur að mæta í Klúbbinn Geysi til að fjalla um og fræða okkur um ýmislegt um kynlífið. Ragga Eiríks eins og hún er iðulega kölluð hefur um árabil talað og fjallað um kynlíf á fyrirlestrum, á námskeiðum og í fjölmiðlum og ætlar nú að mæta í Geysi til þess að meðvitundarvæða okkur um hina fornu íþrótt bólfara í fortíð og framtíð, tabú og annað það sem oft er líkt við hið hefðbundna, en þó bundið samfélagslegum leyfisveitingum fjölþættra þjóðfélagshópa. Ragga gaf út bókina, Kynlíf Já takk árið 2014 og vakti verðskuldaða athygli. Fjölmennum með Röggu og kynnumst fornum en einnig nútímalegum kynlífsvegum.
.