Hrekkjavökuforynjan rís upp á ný
Hinn ameríski hrekkjavökudraumur verður raungerður í Klúbbnum Geysi fimmtudaginn 26. október. Félagar eru hvattir til að mæta í búningum eða með annað hrekkjavökudót sem hrætt getur líftóruna úr fólki. Verið er að skreyta húsið með ógeði og félagar hvattir til þess að taka þátt. Vinnumiðaður dagur mun draga nokkrurn svip af deginum, en síðan verður opið hrekkjavökuhús frá kl. 16.00 til 19.00. Í matinn verður blóðugt spaghettí og hvítlauksvættabrauð sem rennt verður niður með göróttum drykk. Húsið hefur verið skreytt og setur sterkann svip á innréttingarnar. Fólk hvatt til að mæta og upplifa hrekkjavökustemningu að íslenskum hætti.

Eins og sést á þessum karakterum lofa þeir góðri skemmtun í kvöld.